
Skráning
Upplýsingaskylda
Starfsmannaleigum, erlend þjónustufyrirtækjum og erlend sjálfstætt starfandi einstaklingum, sem hyggjast veita þjónustu hér á landi lengur en samtals tíu virka daga á hverjum tólf mánuðum, skal tilkynna um það til Vinnueftirlitsins og veita stofnuninni ákveðnar upplýsingar. Skráningin skal gerð eigi síðar en sama dag og starfsemi hefst hér á landi.
Undanþága frá upplýsingaskyldu þjónustufyrirtækis er vegna þjónustu sem felur í sér sérhæfða samsetningu, uppsetningu, eftirlit eða viðgerð tækja og er ekki ætlað að vara lengur en fjórar vikur á hverjum tólf mánuðum og í þeim tilvikum þarf fyrirtæki ekki að skrá sig.
Leiki vafi á um hvort þjónustufyrirtæki beri að tilkynna sig til Vinnueftirlitsins skal í öllum tilvikum hafa samband við stofnunina til þess að fá ráðleggingar þar um.